Fara yfir í megininnihald

Ilmur sem gleður,
innihaldsefni sem þú getur treyst

Heimilið er miðstöð fjölskyldulífs og ilmefni geta aðstoðað við að gera heimilið einstakt. Við hjá SC Johnson höfum eytt meira en 50 árum í að vinna með ilm og finna bestu leiðirnar til að nota hann innan veggja heimilisins. Fullkominn ilmur getur gætt skap, hresst fjölskylduna og jafnvel fengið heimilið til að virðast hreinna!

Upplýsingar um ilmefni sem eru einkennandi fyrir vörur okkar

Við viljum hjálpa þér þegar þú hefur spurningar varðandi vörurnar sem þú notar innan veggja heimilisins. Við viljum veita þér eins mikið eða meira af upplýsingum en önnur fyrirtæki veita svo að þú getir tekið upplýsta ákvörðun fyrir fjölskylduna þína. Það er ástæðan fyrir því að árið 2015 varð SC Johnson fyrsta stórfyrirtækið til að veita vörutengt gagnsæi varðandi innihaldefni ilmefna.

Núna veitum við upplýsingar um 99,99% innihaldsefna í flestum efnablöndum svo að þú getir nálgast greinargóðar upplýsingar um hverja vöru.

Þar sem við trúum á gagnsæi hvað ilmefni varðar hefur SC Johnson þegar gefið út heildarlista á innihaldsefnum ilmefna í mörg ár til að stuðla að gagnsæi innan fyrirtækisins. Þar sem birgjar ilmefna líta á uppskriftir ilmefna sinna sem trúnaðarupplýsingar krafðist það samningsviðræða til að fá leyfi á birtingu innihaldsefna fyrir hverja vöru fyrir sig. 
 
En það tókst. Við fengum leyfi hjá birgjum okkar til að veita upplýsingar um stærstan hluta ilmefnainnihalds vara en höldum þó ákveðnum upplýsingum leyndum vegna þagnarskyldu. 

Þess vegna getum við nú birt öll innihaldsefni ilmefna allt niður í 0,01% en örlitlum hluta er haldið eftir sökum trúnaðarupplýsinga. Til að setja þetta í samhengi er þetta eins og að deila öllu nema einni krónu af 100 króna seðli.
 
Stundum kann magn ilmefna í allri vörunni að vera svo lítið að birting 99,99% allrar efnablöndunnar uppfyllir ekki viðmið okkar um að veita nægar upplýsingar. Ef svo er birtum við 10 stærstu innihaldsefni ilmefna að því gefnu að minnsta kosti 20 slík séu til staðar. 
 
Við reynum ávallt að nota þá aðferð við upplýsingagjöf að þú sjáir sem lengstan lista og fáir sem mest af upplýsingum. Við erum þakklát birgjum okkar og samstarfinu við þá fyrir að láta þessa upplýsingagjöf verða að veruleika.

Ilmspjaldið okkar

Ilmur getur verið bæði skapandi og flókinn. Mörg fyrirtæki þróa sinn ilm úr lista af u.þ.b. 3500 ilmefnum. Þú getur smellt hér til að sjá listann útgefinn af International Fragrance Association (IFRA), sem sýnir ilmefni sem eru notuð í neysluvörur um allan heim og sem öll uppfylla notkunarreglur og staðla IFRA.

Hjá SC Johnson, förum við yfir ilmefnin enn frekar og tökum eftirlitið yfir á næsta stig. Við metum efnin ekki einungis skv. IFRA stöðlum, heldur einnig samkvæmt okkar eigin stöðlum sem geta metið efnin á annan hátt. Við göngum fyrst út frá IFRA listanum en beitum síðan okkar eigin innri kröfum.

Innri greining okkar getur skoðað sömu viðmið og IRFA, eins og hvort efni er krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi eða hefur áhrif á æxlun, en við getum tekið aðra afstöðu til innihaldsefnisins. Í sumum tilvikum, skoðum við einnig aðra þætti eins og hvað neytendum finnst um innihaldsefnið eða aðra vísindalega þætti.   

Lokaniðurstaðan er ilmefnalisti SC Johnson, sem uppfyllir bæði IFRA-staðla og okkar eigin staðla - og niðurstaðan er að við notum færri efni en IFRA-listinn telur upp. Við tókum u.þ.b. 2000 möguleg innihaldsefni af ilmefnalistanum okkar. Kannaðu ilmspjaldið okkar hér.

Mikilvægt er að skilja að greining okkar á innihaldsefnum er stöðugt í gangi. Ef nýjar vísindaniðurstöður koma fram, metum við gögnin og ef við á, breytum við ilmefnalistanum okkar í samræmi við niðurstöðurnar.

Sérfræðiþekking á sviði vöruþróunar og öryggis

Að auki áratuga sérfræðireynslu okkar í ilmefnum er SC Johnson meðlimur í Research Institute for Fragrance Materials (RIFM), sem býr yfir víðasta gagnagrunni um öryggismöt ilmefna. Um er að ræða iðnaðarsamtök og þau nota óháða sérfræðinganefnd. Stöðlum iðnaðarins er viðhaldið af IFRA, sem notar gögn frá RIFM.

Við krefjumst þess að birgjar ilmefna uppfylli staðla IFRA og verklagsreglur, sem taka tillit til fjölmargra þátta eins og efnasamsetningar, notkunarmöguleika, notkunarmagns, styrkleika efnisins og fleiri þátta. IFRA staðlarnir takmarka sem stendur notkun meira en 170 efna vegna efnaeiginleika þeirra.