Fara yfir í megininnihald

Staðreyndir um ilm

Hvað inniheldur ilmurinn?

Vissir þú að flest fólk getur greint fleiri en 10.000 mismunandi ilmefni? Og getur munað lykt með 65% nákvæmni eftir heilt ár? Þessvegna kallar lykt fram svona sterkar tilfinningar.

Hvernig er ilmur búinn til?

Einungis lítill hluti flestra vara eru raunverulega gerðar úr ilmi - venjulega minna en 2%. Samt inniheldur þetta litla magn mikinn fjölda örsmárra ilmefnasameinda sem verður að setja saman á sérstakan hátt. Dæmigert ilmefni úr olíu inniheldur a.m.k. 50 ólík innihaldsefni; flókinn ilmur getur verið blanda af 50 til 200.

Ilmgerðarmenn setja saman ilmefni og búa til lykt. Þeir velja af samþykktum ilmlista ákveðinna efna sem getur innihaldið efni sem:

  • Koma fyrir í náttúrunni, þ.e. þau eru unnin úr plöntum og blómum
  • Eins og í náttúrunni, þ.e. eru úr gerviefnum sem líkja efnafræðilega eftir náttúrulegri lykt, en eru samt búin til á rannsóknarstofu
  • Sérhönnuð, þ.e. þau efni sem eru framleidd á rannsóknarstofu með því að nota ólíkar samsetningar sameinda til að skapa einstakan og flókinn nýjan ilm

Fyrir ilmlista SC Johnson er þess krafist að öll ilmefni sem ilmgerðarmenn nota uppfylli staðla International Fragrance Association og okkar eigin SC Johnson staðla.

Innri greining okkar getur skoðað sömu viðmið og IRFA, eins og hvort efni er krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi eða hefur áhrif á æxlun, en við getum tekið aðra afstöðu til innihaldsefnisins. Í sumum tilvikum, skoðum við einnig aðra þætti eins og hvað neytendum finnst um innihaldsefnið eða aðra vísindalega þætti.

Hvernig virkar ilmurinn?

Þú ert með lyktarviðtaka í nefinu sem skapa einstakt rafboð sem heilinn skynjar sem ákveðna lykt.

Vegna þess hvar lyktarviðtakar eru staðsettir í heila þínum, tengir heilinn lykt sem þú finnur við minningar og tilfinningar ákveðins andartaks. Þótt okkur líki ekki öllum sama lyktin þá skiptir lykt okkur öll máli.

Þess vegna gefur sá ilmur sem þú velur fyrir heimilið því yfirbragð og persónuleika - hvort sem það er fersk lykt af hreinu eldhúsi eða lykt af ilmkerti.

Hvað fær ilm til að ilma svona vel?

Nauðsynlegt er að nota mörg efni til að ilmur sé góður þar sem hann er samsettur úr „lyktarlögum“ sem gefa honum bæði dýpt og persónuleika.

  • Toppurinn er fyrsta lyktin sem þú finnur. Hún er yfirleitt fersk og létt og gufar fljótt upp.
  • Miðilmurinn gefur ilminum almenna angan. Miðilmurinn kemur fram þegar toppurinn hefur gufað upp.
  • Grunnilmurinn er þyngri og endist lengur. Hann gefur dýpt og hefur áhrif á þig. Það er ekki víst að þú skynjir grunnilminn fyrr en þú hefur fundið lyktina í 30 mínútur!