Fara yfir í megininnihald

Ábyrgð er okkar fjölskylduhefð

Þar sem við erum fjölskyldufyrirtæki sem er 131 árs gamalt, vitum við að ákvarðanir dagsins í dag móta heim framtíðarinnar. Allt frá innihaldsefnum í vörum okkar til þess hvernig við stundum viðskipti, erum við skuldbundin til að starfa á hverjum degi til að gera það sem er rétt fyrir fólk, jörðina og komandi kynslóðir.

Hjá SC Johnson erum við skuldbundin til að:

  • Sýna fólki virðingu og styðja almenn mannréttindi 
  • Fylgja öllum staðbundnum lögum og reglum varðandi vörur og hvernig þær er’u framleiddar 
  • Kjósa innihaldsefni með notkun grænlistaferlis SC Johnson
  • Draga úr losun, úrgangi, notkun jarðefnaeldsneytis og að lágmarka áhrif landfyllinga
  • Ná samanlagt núll-skógaeyðingu árið 2020 í gegnum vistvænan uppruna kvoðu, pappírs, pakkninga og pálmaolíu. 
  • Að leggja af mörkum til gistisamfélaga okkar með góðgerðarstarfi og sjálfboðavinnu.

Við gefum aftur til baka

Á undanförnum 10 árum höfum við gefið meira en 200 milljónir bandaríkjadala til að bæta lífsgæði í samfélögum um allan heim. Það ’sem meira er, að í næstum 60 ár hefur góðgerðarstofnunin okkar, SC Johnson Giving, Inc., stutt samfélögin þar sem við störfum. Þetta eykur áhrif fyrirtækisins í heildina, sem viðvarandi góðgerðarstarf hóf fyrir áratugum.

Við breytum heiminum

Við erum núna með 15 verkefni á sviði endurnýjanlegra orkugjafa um allan heim til að hjálpa við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er m.a. vindorka í B.N.A., Hollandi, Póllandi og Mexíkó; notkun metangass úr samfélagslandfyllingu í B.N.A.; sólarorka í Kína, Hollandi, Indlandi og Indónesíu og bruni úrgangslífmassa í Indónesíu sem eldsneytisuppsprettu til að hita vatn til framleiðslu á moskítóvafningareykelsi.

Til að sjá hvernig við fjárfestum í fólki og í plánetunni, skaltu kynna þér skýrslu okkar um sjálfbærni hér.